Ég ákvað að gera þrjú ný eftirprent af málverkum. Öll eru þau ólík en mér þykir jafn vænt um þau öll 🙏 Verkin heita Eldar við Grindavík, Öræfajökull og Vegvísir og eru þau komin í sölu á vefversluninni okkar, en hægt er að finna link í bio 😊 -Ást og friður...
Hrafninn hefur lengi verið táknrænn og skemmtilegur fugl okkar Íslendinga í gegnum ár og aldir. Huginn og Muninn tenging okkar við aðra heima og vísa okkur leiðina heim, hvernig svo sem hún liggur.
Stundum er gaman að finna nýjar nálganir á kunnuglegu mótífi í málverkinu. Þessi rauði rökkurljómi er einmitt eitt slíkt verk. Þarna mætast kraftur og mildi 🔥🙏
Nú fer vorhretið bráðum að víkja fyrir hlýjum geislum sólarinnar og hálendið kallar. Hlakka til þess að ferðast upp í Landmannalaugar og að Kerlingafjöllum þegar snjóa leysir, en þangað til er hægt að mála myndir af minningum fyrri ferða 🙏
Af Sjóndeildarhringur í óreiðu, þar sem abstrakt og landslags verk tvinnast saman í galleríinu Þulu. Sýningin er opin til 10.september. @thula.gallery...
Þegar að kemur að því að skapa er mikilvægt að næra bæði líkama og sál, halda góðu jafnvægi 🙏 hér er smá innlit upp á loft á vinnustofu minni. Þar er hugleitt, fundað, andað og æft á milli þess sem penslarnir fá að dansa á striganum....
Það gleður mig að kynna að málverkið "Einstakt kvöld" er að fara í prent og mun aðeins koma út í 100 eintökum.
Myndin er 54x57cm og er á 56.000kr. Hún er prentuð á 320 gr bómullarpappír með Digigraphie vottun. Vottunarskjal mun fylgja með og afhendist myndin óinnrömmuð.
Forsalan er nú formlega hafin og verða prentin svo afhent 18.nóvember milli 14-18 (og svo alla föstudaga fram að jólum á sama tíma) á Koparsléttu 14 (Esjumelar) Sendu okkur skilaboð ef þú hefur áhuga.
Rkn upplýsingar: kt 560511-0430 (Stríðsmenn andans) banki 512-26-7753.